Umsagnir

Hvað segja þáttakendur um námskeiðið Úr mínus í plús?

Spurt var:  Hverjir eru meginkostir námskeiðsins?

 • "Jákvæðni og einbeiting. Stutt og hnitmiðað námskeið."
 • "Þetta hjálpar mér að byrja að spara og minnka eyðsluna. Allt mjög fræðandi."
 • "Lögð er áhersla á leiðir til þess að auka tekjurnar með sparnaði, ekki tekjuaukningu og einnig er ekki "skammað" fyrir neyslu heldur hvatt til viðhorfsbreytinga."
 • "Raunsæi"
 • "Aðgengilegt og auðskilið."
 • "Að sjá að hægt er að sjá fram úr skuldunum."
 • "Hef uppgötvað nýtt áhugamál. Er eitthvað sem ég kem til með að nýta mér. Aðgengilegt, jákvætt. Vitneskja um sparnað."
 • "Setur hlutina í samhengi við veruleikann."
 • "Fær mann til að horfast í augu við fjármálaóttann og ábyrgð á "öllu". Gott að fá flott námskeiðsgögn."
 • "Þetta er eins og happdrættisvinningur."
 • "Læra að láta peningana vinna fyrir þig í staðinn fyrir að stjórna þér."
 • "Einfalt mál og vel skiljanlegt fyrir alla."
 • "Vel ígrundað efni, framúrskarandi miðlun, fagmennska og hlýja."
 • "Skapar raunhæfa leið þráttfyrir þrönga stöðu."
 • "Heimilislegt, persónulegt eins og ykkur sé ekki sama um fólkið."
 • "Opna augun og trú á að hægt sé að komast út úr skuldasúpunni (sbr. veltukerfi)."
 • "Lærir ný viðhorf til peninga/skulda/sparnaðar. Vekur von um betri tíð - og tilhlökkun að takast á við hlutina."
 • "Opnast nýr heimur! Skýrt framsett."
 • "Eintóm ný fræðsla - jákvæð framtíð. Hef upplýsingar til að deila með börnum mínum. TAKK."
 • "Námskeiði var of stutt. Það var svo gaman að því."
 • "... Vildi að ég hefði fengið svona námskeið 20 ára."
 • "Opnaði augun."
 • "Að sjá loksins ljósið í hinumegin í dimmum skuldagöngum."
Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is