Starfsfólkið

 

Ingólfur H. IngólfssonIngólfur H. Ingólfsson er annar aðaleigenda að Fjármálum heimilanna ehf. sem rekur vefsíðuna spara.is og appleandorange.is .

Ingólfur fæddist á Akureyri árið 1950. Hann er kvæntur Barbel Schmid, félagsráðgjafa og eiga þau þrjú börn. Ingólfur lauk Dipl. Soz. gráðu í félagsvísindum við Háskólann í Bremen í Þýskalandi og kenndi þar í nokkur ár áður en hann flutti til Íslands. 

Ingólfur rak fyrirtæki með umhverfisvænar byggingavörur í nokkur ár, starfaði lengi að málefnum fatlaðra, var framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um tíma og rekstrarstjór hjá Tryggingastofnun ríkisins þar til í mars 2004 að hann tók þá við framkvæmdastjórn Fjármál heimilana ehf. Ingólfur er í dag stjórnarformaður Fjármála heimilana ehf. og Sparnaðar ehf.
 
ingolfur@spara.is
   
 
Guðrún Kristín Jónsdóttir er framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Fjármálum heimilanna og spara.is. Guðrún fæddist á Ísafirði 1948, er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Verknáms. Starfaði í Búnaðarbanka Íslands frá árinu 1976 til ársins 1990 og síðan á Lögfræðistofu Guðjóns Ármanns Jónssonar ehf., síðar Kollekta ehf. frá árinu 1990 þar til hún tók við núverandi starfi. 

gudrun@spara.is
 Guðrún Kr. Jónsdóttir


Bärbel Schmid
Barbel Schmid, félagsráðgjafi, er annar aðaleigendi að Fjármálum heimilanna ehf. og starfar sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Barbel fæddist í Þýskalandi árið 1951 og lærði þar félagsráðgjöf við Háskólann í Hildesheim. Hún starfaði við félagsráðgjöf í Þýskalandi áður en hún kom til Íslands árið 1981. Barbel var yfirfélagsráðgjafi á Líknar- og krabbameinsdeild Landsspítala-Háskólasjúkrahúss í 21 ár áður en hún tók við nýju starfi hjá Heilsugæslu Grafarvogs. Barbel rekur eigin ráðgjafastofu hjá Heilsustöðinni í Holtasmára 1, Kópavogi

radgjof@spara.is

 


 
Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is