Um okkur

Markmið spara.is (Fjármála heimilanna) er að leiðbeina og aðstoða þá sem vilja ná árangri í meðferð peninga hvort sem það er til þess að greiða hratt niður skuldir, byggja upp sparnað og eignir eða einfaldlega að hafa gaman af því að nota peningana.

Það er rétt að taka það strax fram að aðferðir okkar og leiðir eru ekki allar hefðbundnar en þær virka og þar skilur á milli feigs og ófeigs. Bókhaldskerfið okkar er til dæmis öðruvísi og veltukerfið er einstakt. Hjá okkur geta allir sparað og byggt upp eignir og útgjöldin skipta meira máli en tekjurnar.

Við erum óháð öllum fjármálastofnunum og opinberum aðilum. Einu hagsmunir okkar eru að þú hafir gagn og gaman af vörum okkar og þjónustu – þú greiðir fyrir þær og það eru einu tekjurnar okkar. Við seljum ekki auglýsingar eða upplýsingar um þig til þriðja aðila og högnumst því ekki á neinu öðru en árangri þínum. Það eina sem við viljum er að þú látir draumana rætast (byrjaðu því strax í dag).

Þrátt fyrir að við séum óháð öðrum erum við ekki hlutlaus, þvert á móti þá tökum við afstöðu til málefna sem snerta markmið okkar og tilgang. Skoðanir okkar á verðtryggingu lánsfjármagns, áhættustýringu lífeyrissjóðanna og útborgun úr séreignasjóðum eru til að mynda vel þekktar. Við göngum meira að segja lengra en að tjá okkur um málefnin, við látum verkin tala, eins og stundum er orðað svo fallega. Flestir kannast eflaust við það þegar Ingólfur gerði samning við félag í eigu þýsku sparisjóðina (VKB) árið 2007 um að vaðveita séreignasparnað landsmanna vegna gagnrýni sinnar og óánægju með það sem hann kallaði glannalega fjárfestingarstefnu íslensku séreignasjóðanna.

Það sem fyrst og fremmst gerir okkur mögulegt að lofa þér árangri er persónuleg reynsla og þekking á viðsnúningi í fjármálum sem kemur fram í ráðgjöfinni, á námskeiðunum, í fréttabréfinu og síðast en ekki síst í fjármálahugbúnaði fyrir einstaklinga og heimili sem við höfum kosið að kalla “epli & appelsínur”. Þetta er skrítið nafn á fjármálakerfi en nafngiftin er ósköp eðlileg þegar maður hefur áttað sig á henni – lestu um það hér.

Það er margt sem á eftir að koma þér á óvart við áskrift að eplum & appelsínum og þannig á það að vera, því að væri svo ekki þá gætir þú allt eins haldið áfram eins og hingað til (og sparað þér áskriftina). Láttu það eftir þér að dreyma um framtíðina, það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna. Með því að velja bæði eplið og appelsínuna geta draumarnir orðið að veruleika.
Við erum háð einum hagsmunum - þínum árangriVið erum óháð öllum fjármálastofnunum og opinberum aðilum
Við erum ekki hlutlaus heldur tökum hiklaust afstöðu til málefna sem snerta markmið okkar
Okkar ráð eru öðruvísi - þau virka
Veldu bæði eplið og appelsínuna

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is