Sparibankinn

Tilgangur Sparibankans

Í samþykktum Sparibankans, að fegnu bankaleyfi, segir í 4. gr.:

    "Markmið með starfrækslu Sparibankans er að leiðbeina viðskiptavinum inn á þær brautir sem skila þeim fjárhagslegum ávinningi, árangri í lífinu og samfélaginu gagni.
    Sparibankinn vinnur að markmiðum sínum með því að hvetja einstaklinga, fjölskyldur og lögaðila til sparnaðar og uppbyggingar eigna og með samfélagslega ábyrgri útlánastefnu. Bankinn fylgir í allri starfsemi sinni sjálfbærri nýtingu umhverfis og auðlinda, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir skoðunum annarra. Bankinn styður upplýsta og uppbyggilega samfélagsumræðu með opnum og gagnsæjum starfsháttum og gagnrýnni hugsun í peninga- og efnahagsmálum.
    Bankinn hefur ráðdeild, þekkingu og leiðsögn að leiðarljósi og setur sér langtímamarkmið sem nær til kynslóða."


Sparifélagið hf. er undirbúningsfélag að stofnun Sparibankans.

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is