Ráðgjöf

Fjármálaráðgjöf

Ingólfur H. Ingólfsson hefur kennt á námskeiðum sínum allt frá árinu 2003 að "engin staða er svo flókin að ekki sé hægt að leysa úr henni". Í ljósi þessa hefur hann tekið á móti hundruðum einstaklinga með afar flókna fjármálalega stöðu og aðstoðað við að finna réttu lausnina. Þannig hefur mörgum tekist að finna lausnir á sínum málum með skipulögðum hætti, hvatningu og umfram allt jákvæðnina að leiðarljósi.

Ferlið er svona:

1. Þú pantar ráðgjöf
2. Þú færð sent skjal sem þarf að fylla út með öllum tekjum, skuldum, eignum og neysluvenjum og senda til ráðgjans.
3. Þú kemur til ráðgjafa spara.is sem hefur farið yfir skjalið, greint fjárhagstöðuna og leggur fram tillögur að framtíðarlausn. 

Þjónustan sem við veitum:

-    Markmiðasetning í sparnaði, niðurgreiðslu skulda og neyslustýringu.
-    Ráðgjöf um úrræði bankanna vegan bankahrunsins.
-    Samningar við lánveitendur og kröfuhafa.
-    Ráðgjöf við varðveislu og ávöxtun sparnaðar og eigna.

Spara.is er óháð öllum fjármálastofnunum og opinberum aðilum. 

Verð: 12.400 kr á klukkustund (oftast nær dugar ein klukkustund með góðum undirbúningi nema semji þurfi við lánveitendur og kröfuhafa)

Pantaðu ráðgjöf hér  eða í síma 587 2580

 

       

      Ráðgjafar

     
     Guðrún

    
     Bärbel

    
     Ingólfur

 

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is