Námskeið

 

ÚR MÍNUS Í PLÚS

Ingólfur hefur haldið námskeiðið Úr mínus í plús frá árinu 2003 og hafa þúsundir Íslendinga sótt það. Námskeiðið er orðið að eins konar klassík og ómissandi fyrir þá sem vilja ná árangri í fjármálum sínum. Námskeiðin eru ekki aðeins fróðleg heldur einnig góð skemmtun því að Ingólfi tekst með einstæðum hætti að nálgast efnið út frá óvanalegu sjónarhorni og útskýra það svo að allir skilja.

Ingólfur fjallar meðal annars um:

  • Peninga - hvað þeir séu og hvernig eigi að nota þá
  • Sparnað og tilganginn með sparnaði
  • Skuldir og hvernig hægt sé að verða skuldlaus á undraskömmum tíma - án þess að það kosti mikið aukalega
  • Fjársjóðinn sem er falinn í skuldunum - sem telur jafnvel milljónatugi
  • Og síðast en ekki síst hvernig hægt er að hafa gaman af peningunum og láta draumana rætast

 
Í undirbúningi eru námskeiðin:

GOTT START         
Námskeiðið er ætlað ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum og vill ná árangri í fjármálum sínum og forðast strax dýrkeypt mistök og pitti sem svo auðvelt er að detta í.
GULLÁRIN
Námskeið fyrir fólk sem er að undirbúa eftirlaunaárin og vill nýta tekjur og eignir til þess að eiga sem ánægjulegast ævikvöld
AUÐUGT LÍF
Námskeið þar sem kenndar verða einfaldar en árangursríkar aðferðir við að létta sér lífið og gera það jafnvel skemmtilegra eins og að auka leshraðann, bæta minnið, koma framm opinberlega og halda ræður, að njóta peninganna og kannski að læra hókus pókus og fleira áhugavert sem auðgað getur lífið.
   

Næstu námskeið:

Námskeið í fyrirtækjum
Pantið í síma 587 2580

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is