Fyrirtækjafræðsla

FALINN FJÁRSJÓÐUR - fyrirlestur um fjármál heimilanna

Falinn fjársjóður er nýr fyrirlestur frá spara.is sem fjallar um hagnýtar aðferðir í fjármálum sem hægt er að beita strax sérstaklega í erfiðu árferði eins og núna. Fyrirlesturinn vekur starfsfólk til bjartsýni og umhugsunar um þá möguleika sem það hefur þrátt fyrir allt til þess að gera miklu meira úr þeim peningum sem það hefur nú þegar milli handanna.

það eru ekki tekjurnar sem skipta máli heldur það sem er gert við þær. 

Í fyrirlestrinum er farið yfir:

  • Útgjaldaliðina þrjá
  • Fjársjóðinn sem er falinn í skuldunum
  • Nauðsyn þess að hafa gaman af að eyða peningunum
  • Sparnað og tilganginn með honum

Fyrirlesturinn “Falinn fjársjóður” er það næst besta sem fyrirtæki geta boðið starfsfólki sínu. Markmiðið er að ná sem mestu út úr peningunum, ekki með niðurskurði heldur með því að stýra útgjöldunum og hafa gaman af því að nota peningana. 

Ingólfur H. Ingólfsson hefur frá árinu 2002 kennt íslendingum með námskeiðinu “Úr mínus í plús” að greiða hratt niður skuldir, byggja upp sparnað og eignir og að njóta peninganna. Á þessum tíma hafa hundruð manna náð frábærum árangri með því að tileinka sér hugmyndafræðina og lært að njóta lífsins með þeim peningum sem það hefur til ráðstöfunar. Falinn fjársjóður er nýr fyrirlestur sem færir hugmyndafræðina yfir í hagnýtar aðferðir sem hægt er að byrja á strax í dag. Fyrirlesturinn hentar afar vel til þess að vekja starfsfólk til bjartsýni og umhugsunar um þá möguleika sem það hefur til þess að gera miklu meira úr þeim peningum sem það hefur nú þegar milli handanna. Í dag vina kerfisbundið rúmlega 2.000 viðskiptavinir spara.is að fjárhagslegum markmiðum sínum og fer sá hópur ört stækkandi.

Vésteinn Gauti Hauksson er fyrirlesari. Vésteinn hefur starfað fyrir spara.is frá árinu 2006. Hann hefur flutt fyrirlestra með Ingólfi, séð um markaðsmál spara.is ásamt því að vinna að hönnun og þróun á Eplum og appelsínum (Fjárhagskerfi heimilisins). Vésteinn starfaði hjá Glitni banka á árunum 2007 -2008 auk þess að vera einn af sex frumstofnendum Hagsmunasamtaka heimilanna og var hann varaformaður samtakanna um tíma. Hann hefur lokið prófi í Verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.

 

 

 Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is