Bækur

                

Metsölubókin “Þú átt nóg af peningum ...” var fyrst gefin út í mars 2005 og hefur verið endurprentuð fjórum sinnum. Í þessari nýstárlegu bók skrifar Ingólfur um fjármál fjölskyldunnar í stærra samhengi og bentir á leiðir til að endurskipuleggja þau án þess að þurfa að breyta um lífsstíl eða herða sultarólina. Í bókinni eru flókin mál útskýrð með einföldum hætti svo sem vextir og verðbætur, viðhorf og peningar, skattar og tryggingar og einfaldar en áhrifaríkar aðferðir kenndar til þess að gera sem mest úr peningunum.

Verð: kr. 3.290,-
Sendingarkostnaður: kr. 200,-

Pantaðu bók hér   (Ath. gefðu upp nafn og heimilsfang við pöntunina)

     

Umsagnir:

"Það er mér sönn ánægja að mæla með þessari bók. Ég keypti hana vegna þess að ég trúði ekki hinni ögrandi fullyrðingu höfundar: "Þú átt nóg af peningum ..." Nú veit ég að þessi fullyrðing er sönn."

- Þráinn Bertelsson, rithöfundur
"Ég get svo sannarlega mælt með bók Ingólfs. Félagsmenn sem sótt hafa námskeið hans eru sammála um að Ingólfur hafi opnað þeim leiðir til að endurskoða fjármál sín og ná betri tökum á þeim."

- Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrv. varaformaður Eflingar

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is