Lánareiknir

Hér getur þú borið saman allar lánategundir, áhrif á mánaðarlegar greiðslur, eignamyndun og heildarkostnað lánsins. Berðu saman kostina áður en þú tekur lán eða hugsar þér að skuldbreyta. Smelltu hér til að fara í lánareikni.Jafngreiðslulán - annuitet

Annuiteslán án verðbóta (óverðtryggt)

Annuitet lán má þekkja á því að í upphafi lánstímans eru afborganir af nafnverði afar lágar eins og sést á mynd 1. Hinsvegar er heildargreiðsla lánsins alltaf sú sama út lánstímann. Svona lítur ferlið út ef verðbólga er ekki tekinn inn í myndina. Lánið er þannig reiknað út að allir vextir út lánstímann og allar afborganir eru reiknaðar út og þessi ferill fundinn til að létta greiðslubyrðina. Hér má sjá að höfuðstólsgreiðsla upp á aðrar 20.000 krónur mun hafa mikil áhrif á endurgreiðsluferil lánsins.
Annuitet lán eru í yfirgnæfandi meirihluti verðtryggðra lána til 15 ára eða lengri tíma eru annuitet lán (jafngreiðslulán).
Hér fyrir neðan sést hvernig nafnverðsgreiðslurnar breytast með tímanum.


 

Nr.

Greiðsla

Afborgun

Vextir

Gjald

Eftirstöðvar

1

142.753

20.178

122.500

75

29.979.822

240

142.753

53.437

89.240

75

21.801.363

480

142.753

142.097

580

75

0


Án verðbólguþáttarins helst greiðslubyrðin sú sama út lánstímann. En takið eftir því að eftirstöðvarnar eftir 240 mánuði eru ennþá 21.8 milljónir. Þetta þýðir að aðeins ¼ af heildarupphæð lánsins er greiddur á fyrri helming lánstímans. Hinir ¾ eru svo greiddir á seinni helmingnum. Eignamyndun með slíku láni er því mjög hæg þrátt fyrir að ekki sé verið að reikna verðbætur í þessu tilfelli.

Annuitet með verðbótum (verðtryggt)

Á línurituni hér til hliðar sést vel að með aðeins 4% verðbótum (verðbólgu) rýkur heildargreiðslan upp á við og verður um 170 milljónir.
Með uppgreiðslukerfinu er þessari breytingu haldið í skefjum.  

Jafnar afborganir

Lán með jöfnum afborgunum eru auðþekkjanleg á því að höfuðstól lánsins er deilt niður á fjölda afborgana og þá er er útkoman: afborgun af nafnverði.

Helstu einkenni
• Sama nafnverðsgreiðsla í hverjum mánuði út lánstímann.

Dæmi: Ef lánið er 100.000 kr og fjöldi afborgana er 10, þá er hver afborgun 10.000 ( 100.000/10) plús vextir fyrir tímabilið á núverandi höfuðstól. 

Lán með jöfnum afborgunum eru því með háa greiðslubyrði til að byrja með sem síðan lækkar því vaxtaberandi höfuðstóllinn lækkar eftir því sem greitt er af honum.

• Yfirleitt styttri lán, 3 til 15 ár.
• Töluvert hærri greiðslubyrði en af Annuitet láni til að byrja með.

Með 20.000 kr höfuðstólsgreiðslum á mánuði styttist lánstíminn í rúm 18 ár og það sparast 13,9 milljónir í vexti og verðbætur. Með sömu aðferð á Annuitet láni myndi sparast 12,8 milljónir og lánstími styttast í 28 ár. Afborganir af Annuitet láninu hækka á tímabilinu en afborganir af Jafnafborganaláninu lækka hinsvegar.

Ef greiðslugetan er þannig að hægt er að ráða við jafnar afborganir þá gæti verið hagkvæmt að taka Annuitet lán og greiða mismuninn sem veltugreiðslu (aukagreiðslu) beint inn á höfuðstól lánsins.  Þannig næst fram aukin hagræðing, auk þess sem viðkomandi er orðinn sinn eiginn bankastjóri og stjórnar greiðslustreyminu sjálfur.

Láttu veltukerfið einfaldlega reikna dæmið út fyrir þig - það borgar sig!

Smelltu hér til að gerast áskrifandi


  
Með 20.000 króna viðbótargreiðslu á mánuði styttist lánstíminn um ca 12 ár og við spörum um 12,6 milljónir í vexti og vaxtabætur. 

 
 
Hér má sjá að lán með jöfnum afborgunum er hagstæðara. Þó er sá gallinn á að greiðslubyrðin er töluvert hærri og því eru jafngreiðslulán illviðráðanleg.

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is