Hugmyndin

Peningar voru fyrst notaðir af höfðingjum; konungum og keisurum, í þeim tilgangi að halda úti fjölmennum her og stórri hirð fyrir um þrjúþúsund árum. Það er seinnitíma tilgangur peninga að auðvelda viðskipti sem fór ekki að verða mjög algengt fyrr en á síðmiðöldum. 

Hlutverk peninga er því fyrst og fremst menningarlegt en fjölbreytt notkun þeirra er ekki síst þeim eiginleikum að þakka að peningar geta verið hvort tveggja í senn allt og ekkert. Því hefur til að mynda verið haldið fram að heimspekileg hugsun hafi fyrst verið möguleg með tilkomu peninganna.

Menningarleg áhrif peninga eru að mörgu leyti sambærileg við áhrif trúarbragða og því kannski skiljanlegt að sambúðin hefur oft verið átakasöm ef ekki fjandsamleg og erfitt hefur reynst að feta þröngan milliveg hófseminnar, í báðum tilvikum.

    
Peningar eru 3000 ára gömul menningararfleifð

     

Peningar eru það sem þeim er ætlað að vera og það sem gert er við þá. Peningarnir sjálfir eru hvorki góðir né slæmir en notkun þeirra má vega og meta á siðferðilegum mælikvarða, eins og reyndar öll mannanna verk. Þessir eiginleikar peninganna skýra afar vel þá hugsun sem býr að baki Fjármálum heimilanna og þeirri meðferð peninga sem hefur verið kennd á námskeiðunum Úr mínus í plús. Aðferðirnar sem beitt er til þess að ná tökum á fjármálunum hafa komið mörgum skemmtilega á óvart ekki síst vegna þess að þær eru einfaldar og virka mjög vel. Einföldu lausnirnar eru nefnilega til og ekki aðeins það heldur virka þær líka best.

  Peningar eru hvorttveggja í senn – allt og ekkert.
Það er notkunin sem gefur þeim tilgang
     

Útgjöldin skipta mestu máli fyrir velgengni í fjármálum, ekki tekjurnar. Gamalt kínverskt máltæki segir eitthvað á þá leiða að maður verði ekki ríkur af því sem maður aflar heldur því sem maður eyðir. Það er hægt að orða þessa hugsun öðruvísi: Leiðin að markmiðinu er mikilvægara en markmiðið sjálft.

Með þetta í huga verður skiljanlegra hvers vegna við lítum svo á að stýring útgjaldanna hafi meira um velmegun og velgengni að segja en að afla sem mesta tekna. Notkun peninganna segir til um það líf sem við lifum, ekki peningarnir sjálfir.

Þegar kemur að því að stýra útgjöldunum er betra að vita hvert á að stefna, ekki satt? Það er því óhjákvæmilegt að setja sér markmið. En það er sem betur fer afar einfalt mál; öll eigum við okkur drauma um framtíðina. Ef settar eru dagsetningar á draumana, þá eru þeir orðnir að markmiðum.
 
Þá er ekkert annað eftir en að setja markmiðið niður á blað, skreyta það fallega og virða það fyrir sér af og til svo að markmiðið gleymist ekki. Markmiðið sjálft er samt ekki höfuðatriði heldur leiðin sem við veljum til þess að ná því. Tveir menn eiga sér til dæmis draum um að eignast sumarbústað eða góðan bíl. Annar fer leið skuldarans og tekur lán fyrir öllu saman en hinn velur leið fjárfestisins og safnar fyrir kaupunum.
 
Ég ætla ekki að fjölyrða um það hvor þeirra lifir áhyggjulausara lífi, jafnvel hamingjusamara. Mörg okkar freistast til þess að fara leið skuldarans því að þannig megi eignast hlutinn strax. Það merkilega er að þetta er tálsýn - fjárfestirinn mun eignast það sem hann langar í mun fyrr en skuldarinn þegar fram líða stundir. Með Eplum & appelsínum velur þú leið fjárfestisins en fyrir skuldarann höfum við þróað aðferð til þess að hann geti snúið fljótt við blaðinu og orðið skuldlaus um leið og hann byggir upp sínar eignir. Við bjóðum þér nefnilega að velja hvort tveggja í einu, eplið og appelsínuna.

  Útgjöldin skipta mestu máli, ekki tekjurnar


Markmið eru draumar með dagsetningumLeiðin að markmiðinu er meira virði en markmiðið sjálft
Valið stendur um leið fjárfestisins eða leið skuldarans


Niðurskurður er oft fyrsta leiðin sem bent er á þegar draga á úr útgjöldum en hann er ekki rétta leiðin, kannski sem betur fer því að hann er svo yfirmáta leiðinlegur (og ekki beinlínis uppörvandi fyrir fjölskyldulífið). Í niðurskurði tínum við venjulega til þau útgjöld sem veita mestu ánægjuna því að við lítum gjarnan svo á að þau séu óþarfi og við eigum ekkert gott skilið fyrst tekjurnar duga ekki fyrir gjöldum

Þetta er rangt viðhorf og þess vegna er niðurskurður röng aðferð. Að ganga að útgjöldum með neikvæðu viðhorfi er dæmt til þess að mistakast.

Útgjöldin eru það mikilvægasta, í þeim sameinast fjölskyldan og lætur draumana verða að veruleika. Útgjaldastýringin í Fjárhagskerfi heimilisins bendir á allt aðra leið sem er ekki aðeins árangursríkari en niðurskurðarleiðin heldur margfalt skemmtilegri.

Niðurskurður er neikvætt viðhorf til peninga og  árangurslítil aðferð
Fjölskyldan sameinast í neyslunni ekki í tekjuöfluninni

Útgjaldastýring er hugbúnaður sem er hluti af fjárhagskerfi heimilanna en hún er í megin atriðum einföld aðferð við að nota peningana eins og maður kýs sjálfur að ráðstafa þeim í stað þess að þeir stjórni ferðinni eða leki út eins og vatn í gatasigti eða hneppi jafnvel fjölskylduna í þrældóm.

Útgjaldastýringin er einskonar bókhaldskerfi að því leyti að fyrst þarf að komast að því í hvað peningarnir fara, en það er leiðinlegasti parturinn í bókhaldi. Það finnst sumum tilgangslítið að eyða tíma og fyrirhöfn í að komast að því sem kannski er augljóst, ef maður er engu nær um það hvað eigi svo að gera. Og þar skilur einmitt á milli Útgjaldastýringarinnar og venjulegs heimilisbókhalds. Útgjaldastýringin sýnir ekki bara hver staðan er heldur aðstoðar við að setja markið og finna leiðir til þess að gera þau að veruleika.

Útgjaldastýring er árangursríkasta leiðin til þess að ná markmiðum sínum og sú skemmtilegasta

Útgjöldum heimilisins má skipta í þrennt: Afborganir lána, neyslu og sparnað. Allir nota peninga í neyslu, margir borga af lánum en fæstir leggja eitthvað til hliðar. Markmiðið er að gera allt samtímis – að greiða lánin hratt niður, að byggja upp sparnað og eignir og síðast en ekki síst að hafa gaman af því að nota peningana.

Það er meðal annars þess vegna sem Fjárhagskerfið hefur fengið þetta skrítna en skemmtilega nafn Epli & appelsínur. Ætlunin er að velja bæði eplið og appelsínuna en ekki að skilja á milli þeirra eins og svo gjarnan er gert í samanburðarfræðum hagvísindanna. Manneskjan er hvorki hagsýn né ýkja skynsöm í fjármálum og því er árangursríkast að ganga út frá þeirri staðreynd þegar leiðbeina á um meðferð fjármuna.

   Útgjöldin eru þrennskonar:
- Afborganir lána
- Neysla
- Sparnaður

Það eru ekki allar fjölskyldur með skuldir eða lán á bakinu, en allt frá því að kortafyrirtækin tóku við reikningsviðskiptum kaupmannsins á horninu eftir seinni heimstyrjöldina hafa lánaviðskipti heimilanna aukist þar til þau fóru að drýgja tekjurnar með lántökum út á eignir á níunda áratug síðustu aldar.

Á þessu tímabili fer aðgangur að lánsfé að skipta meira máli en sjálfar atvinnutekjurnar en það hafði byltingarkennd áhrif á samfélagið. Helstu átakasvið samfélagsins er að finna á milli hagsmuna lánveitenda og lántakenda en ekki á milli seljanda og kaupenda vinnuafls eins og hafði verið í nærfellt tvær aldir.

Átakasvið samfélagsins eru á milli lánveitanda og lántakenda, ekki á milli kaupenda og seljenda vinnuafls

Frjálsar ráðstöfunartekjur er hugtak sem notað er til þess að útskýra áhrif skulda á tekjur heimila og einstaklinga. Frjálsar ráðstöfunartekjur eru tekjur eftir skatta og afborganir lána. Þetta eru sem sagt þær tekjur sem eru til ráðstöfunar í neyslu og sparnað. Þetta er ekki hagfræðilegt hugtak en þjóðhagfræðin horfir fyrst og fremst til ráðstöfunartekna, sem eru tekjur eftir skatta, og gerir lítinn sem engan greinarmun á því hvort þær fara í afborganir af lánum eða í sparnað. Á þessu tvennu er hins vegar grundvallar munur út frá sjónarhóli heimila og einstaklinga.

Frjálsar ráðstöfunartekjur eru tekjur eftir skatta og afborganir lána

Skuldir og háar afborganir geta skert svo frjálsar ráðstöfunartekjur að helst líkist þrældómi eða fangelsi fyrir  þá sem lenda í slíku. Það skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir frelsi einstaklingsins og velferð hans að geta greitt skuldirnar eins hratt niður og mögulegt er.

Góðu fréttirnar eru þær að í skuldunum er falinn fjársjóður. Það hljómar einkennilega en með veltukerfinu getur þú fundið fjársjóðinn og færð auk þess tækið í hendurnar til þess að ná í hann.

Í skuldunum er falinn fjársjóður

Veltukerfið er hugbúnaður sem raðar lánum í þá röð sem hagkvæmast er að greiða þau niður. Það kemur kannski á óvart að í sumum tilfellum borgar sig ekki að byrja á yfirdrættinum þó að hann sé með hæstu vextina – vextirnir einir og sér skipta nefnilega ekki öllu máli. Veltukerfið segir til um hvað hægt er að stytta lánstímann um mörg ár, eða áratugi, og hvað sparast margar milljónir, eða milljónatugir, í vexti og verðbætur.

Veltukerfið svarar líka spurningunni inn á hvaða lán er best að borga eingreiðslu til þess að spara sem mest eða til þess að lækka greiðslubyrði sem mest. Í veltukerfinu er einnig hægt að setja lánin sín í greiðslujöfnun og sjá svart á hvítu hvaða afleiðingar það hefur á greiðslubyrði og heildar kostnað lánsins. Í stutt máli sagt er veltukerfið einstakur hugbúnaður til þess að verða skuldlaus á sem fljótastan og hagkvæmastan hátt.

Vertu skuldlaus á undraskömmum tíma með veltukerfinu, jafnvel án þess að auka við greiðslubyrðina

Í neyslunni sameinast fjölskyldan og því er megin atriðið að hún hafi gaman af því að nota peningana – njóti þess að eyða þeim. Þar sem peningar eru ekkert í sjálfu sér, er mikilvægt að velja þeim farveg sem veitir ánægju. Til útskýringar segi ég oft frá því hvernig ég notaði kreditkortið mitt til allra hluta hér áður fyrr. Og það kom sér oft vel að eiga það því að ég var alltaf blankur, eða hélt að ég væri það, og gat því ekki keypt mér svo mikið sem eina pylsu á Bæjarins bestu öðru vísi en út á krít.

Þegar kortareikningurinn kom, og hann koma alltaf stundvíslega um mánaðamótin, þá var ég ekkert svo hissa á upphæðinni því hún var alltaf jafn fáráðlega há og venjulega, það sem kom mér mest á óvart voru allar blaðsíðurnar með þétt rituðum línum sem sýndu hvað ég hafði keypt. Ég, blankur maðurinn átti að hafa keypt þetta allt! Og það sem verra var að ég mundi ekkert eftir því að hafa eytt öllum þessum peningum.

Þetta sagði mér tvennt: Fyrst ég gat eytt öllum þessum peningum þá hlaut ég að eiga þá, og fyrst ég mundi ekki eftir því að hafa eytt þeim þá gat ég ekki hafa haft mikla ánægju af þeim. Þess vegna hætti ég með kreditkortið og nota það aðeins fyrir fastar reglulegar greiðslur og þegar farið er til útlanda. Þegar kemur hins vegar að því að kaupa eitthvað, þá nota ég seðla og nýt þess í botn. Þessi aðferð og fleiri við neyslustýringu er kennd á námskeiðunum Úr mínus í plús.

Í neyslunni er lykilatriði að hafa gaman af því að nota peningana

Sparnaður er skemmtilegasti útgjaldaliðurinn sem kemur sér vel því að hann er sá eini sem hægt er að nota til þess að stöðva skuldasöfnun og byggja upp eignir og verða ríkur, ef einhverjum skyldi dreyma um það. Það gengur hins vegar oft erfiðlega að spara.

Ástæðurnar eru einkum tvær. Í fyrsta lagi er ætlunin að spara afganginn en það verður engin afgangur um mánaðamótin. Í öðru lagi ætlum við helst að verða rík í hvelli og spara helling af peningum um hver mánaðamót en það er ekki hægt og því virðist sparnaður tilgangslaus. Það geta allir sparað, sama hverjar tekjurnar eru og sama hvað útgjöldin eru há. Tilgangurinn með sparnaði er margskonar.

Það er misskilningur að hann snúist aðallega um vexti. Fyrst og fremst  er ætlunin að nota sparnaðinn - hvað annað,? - en það er ekki sama hvernig það er gert. Með Eplum & appelsínum er þér hjálpað við að byggja upp sparnað, verða skuldlaus og hafa gaman af peningunum – allt á sama tíma.  Útgjaldastýringin hjálpar við sparnaðinn.

Fuglinn þinn er fegurstur allra fugla og þannig á það að vera. Peningar eiga að leggja honum til flugfjaðrir svo að hann geti borið þig þangað sem þú vilt en ekki að vera eins og búr sem lokar þig inni og dregur úr lífsgleðinni.

Peningar eru uppskera erfiðisins og með því að nota þá rétt kemst þú þangað sem þú ætlar þér, en þá þarftu líka að fara rétt að.

Fegursta blóm jarðar, Lótusblómið, vex nánast upp úr engu. Þannig er þessu einnig farið með peningana – þeir eru í sjálfu sér ekki neitt en það sem þú gerir við þá getur látið fegurstu drauma rætast.

Þetta er vefsíðan þín þar sem þú færð öll okkar bestu tæki og tól sem veita þér þá leiðsögn sem þú þarft til þess að gera sem mest úr peningum þínum og ná þeim markmiðum sem þú setur þér.


Gangi þér vel,
Ingólfur H. Ingólfsson

Sparnaður er skemmtilegasti útgjaldaliðurinn

Með sparnaði er hægt að nota sömu krónuna mörgum sinnum

Tilgangur sparnaðar er margskonar, vextir eru aðeins einn þeirra

Sparnaður er eina leiðin til þess að stöðva skuldasöfnun og verða ríkur


Þinn fugl er fegurstur allra


Notaðu peningana til þess að fljúga á vit hamingjunnarÞetta er vefsíðan þín þar sem draumarnir geta ræstSmella hér til að sjá upplýsingar um áskrift eða gerast áskrifandi


Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is