Greiðslujöfnun

- hvað gerist ef lánið er sett í greiðslujöfnun?

Veltukerfið gefur svarið. Eftir að hafa skráð lánin í veltukerfið getur þú skoðað hvaða áhrif það hefur á greiðslubyrði og heildarkostnað lánsins að setja það í greiðslujöfnun.

Öll lán sem eru skráð sem verðtryggð lán koma fram í greiðslujöfnun.

Dæmið sýnir tvö lán sem hægt er að setja í greiðslujöfnun. Við veljum íbúðalánið. Því næst er verðbólga næstu 12 mánaða og út lánstímann ákveðin. Þá kemur að því að ákveða það sem mestu máli skiptir, launaþróun. Hér verður einfaldlega að skoða alla möguleika. Reina með launaþróun lægri en verðbólgu eftir 12 mánuði eða jafn háa eða hærri.

Í dæminu gerum við ráð fyrir að laun hækki að jafnaði um 6% á ári út lánstímann. Bjartsýni? Kannski, en veltukerfið reiknar út niðurstöðuna.
Greiðslujöfnun kostar 11 milljónum meira en óbreytt lán. Greiðslubyrði lækkar hins vegar en verður jafn há og hún hefi orðið í ágúst árið 2022 og verður hærri en með óbreyttu láni eftir það.

Láttu veltukerfið reikna dæmið út fyrir þig áður en þú tekur ákvörðun eða þegar þú veltir fyrir þeir að breyta lánum.

Gerast áskrifandi

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is