Fjármál

 

Hugmyndin á bak við Epli & appelsínur

Peningar voru fyrst notaðir af höfðingjum; konungum og keisurum, í þeim tilgangi að halda úti fjölmennum her og stórri hirð fyrir um þrjúþúsund árum. Það er seinnitíma tilgangur peninga að auðvelda viðskipti sem fór ekki að verða mjög algengt fyrr en á síðmiðöldum.

Hlutverk peninga er því fyrst og fremst menningarlegt en fjölbreytt notkun þeirra er ekki síst þeim eiginleikum að þakka að peningar geta verið hvort tveggja í senn allt og ekkert. Því hefur til að mynda verið haldið fram að heimspekileg hugsun hafi fyrst verið möguleg með tilkomu peninganna.

Lesa meira
Gerast áskrifandi

   
 

Epli & appelsínur - fjárhagskerfi heimilisins

Það fara margar klukkustundir á dag í að afla tekna fyrir heimilisreksturinn en við gefum okkur varla augnablik í að hugsa um það sem við ætlum að gera við peningana - þeir bara hverfa. Ég mæli með að við gefum peningunum tíu mínútur á dag, þeir eiga það skilið eftir allt erfiðið við að afla þeirra. 
 
Peningar eiga ekki að vera íþyngjandi og valda áhyggjum eða óhamingju, þeir eru ekki þess virði. Satt best að segja eru peningar einskis virði fyrr en þeir lenda í höndunum á okkur og þá er það undir okkur komið hvað verður úr þeim. Hugsaðu því um það í tíu mínútur á dag hvað þú ætlar að gera við peningana sem hafa kostað svo mikinn tíma og svo mikið erfiði að afla. Með því að nota Fjárhagskerfi heimilisins, Epli & appelsínur, kemstu auðveldega þangað sem þú ætlar þér.

Skoða nánar
Gerast áskrifandi

   

Útgjaldastýring

Það eru útgjöldin sem skipta mestu máli en ekki tekjurnar. Mikilvægast að stýra útgjöldunum svo að peningarnir fari í það sem þú vilt nota þá í en ekki eitthvað sem aðrir hafa ef til vill ákveðið fyrir þig.

Útgjaldastýringin er eins konar bókhaldskerfi fyrir heimilið en einnig miklu meira, það sýnir ekki aðeins stöðuna heldur leiðbeinir þér og stýrir í þá átt sem þú vilt stefna í fjármálunum. Það er einfalt í notkun, skemmtilegt og fróðlegt. Hver hefði trúað því að heimilisbókhald gæti verið skemmtilegt? Prófaðu bara og sjáðu til:  Útgjaldastýrin

   

 

Veltukerfi

Með veltukerfinu getur þú orðið skuldlaus á undraskömmum tíma, sparað þér milljónir eða milljóna tugi í vexti og verðbætur jafnvel án þess að auka nokkuð við mánaðarlegar greiðslur. Ef ekki væri búið að eyðileggja hugtakið “tær snilld” þá ætti það við hér.

Veltukerfið hefur stundum verið kennt við höfuðstólsgreiðslur. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá inn öll þín lán og kerfið reiknar út hvernig best sé að greiða þau niður. Þú heldur kannski að best sé að byrja á yfirdrættinum því að hann er með hæstu vextina, en það er ekki víst að það borgi sig. Láttu koma þér skemmtilega á óvart og prófaðu veltukerfið, sjá nánar Veltukerfi

   

Eingreiðslur

Borgar sig að greiða eina upphæð inn á höfuðsól á láni? Og ef svo er, inn á hvaða lán myndi borga sig að greiða inn á? Þessum spurningum svarar Eingreiðslu reiknivélin.

Þú getur bæði valið lán sem þér hugnast helst að greiða inná (kannski vegna þess að lánið fer í taugarnar á þér) og kerfið reiknar út hvaða áhrif það hefur á lánið, og sýnir breytingar á mánaðarlegum greiðslum og það sem sparast. Kerfið getur einnig sagt þér inn á hvaða lán væri heppilegast að setja eingreiðsluna til þess að ná sem mestum sparnaði eða til þess að létta greiðslubyrðina sem mest. Sjá nánar Eingreiðsla

   

Greiðslujöfnun

Borgar sig eða borgar sig ekki að setja lán í greiðslujöfnun? Hér færðu svar við því. Reiknivélin sýnir þér nákvæmlega hvernig greiðslur þróast, hvað safnast inn á jöfnunarreikninginn, hvenær byrjað er að greiða af honum ef yfirhöfuð og hvað hugsanlega gæti staðið eftir sem yrði afskrifað að lánstíma loknum. Sjá nánar Greiðslujöfnun

   

Lánareiknir

Hér getur þú borið saman allar lánategundir, áhrif á mánaðarlegar greiðslur, eignamyndun og heildarkostnað lánsins. Berðu saman kostina áður en þú tekur lán eða hugsar þér að skuldbreyta. Sjá nánar Lánareiknir

 

 


Smelltu hér til að skrá þig í áskrift

 

 
Hvað eru peningar, hvaðan koma þeir og hvernig verða þeir til?

 

 


Hvernig á að nota peninga - verða skuldlaus, byggja upp sparnað og eignir og láta draumana rætast ?

Einfölt og skemmtileg aðferð við að stjórna peningunum
Skuldlaus á undraskömmum tíma
Hvernig næst mesti sparnaðurinn og lægsta greiðslubyrðin?Borgar hún sig eða borgar hún sig ekki?Hagstæðasta lánið

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is