Þú átt nóg af peningum - þú þarft bara að finna þá.

Epli & appelsínur er hugbúnaður sem hjálpar þér að ná árangri í heimilisrekstrinum.  Með því að gerast áskrifandi að fjárhagskerfinu, koma á frítt námskeið og læra á notkun þess nærð þú varanlegri stjórn á fjármálum heimilisins.

- Kerfið hjálpar þér að gera fjárhagsáætlun fyrir árið. Þar kemur skýrt fram hvernig útborguðum launum heimilisins verður varið. Hve mikið fer í sparnað, afborganir lána, föst útgjöld og frjálsar ráðstöfunartekjur.

- Kerfið aðstoðar þig við að spara milljónir og jafnvel milljónatugi með því að greiða inn á höfuðstól lána í ákveðinni röð.

- Kerfið greinir útgjöld heimilisins þannig að auðvelt er að sjá hve mikill kostnaður fylgir því að reka fasteign, kostnað við ökutæki eða hvað sumarfríið kostaði í raun.

- Kerfið veitir þér yfirsýn yfir heildareignir og skuldir heimilisins.

- Kerfið reiknar út fyrir þig hvernig viðbótarlífeyrissparnaður þinn vex allt fram að lífeyristöku.

- Kerfið hjálpar þér að bera saman lán ef þarf að skuldbreyta eða taka ný lán - hvaða lánategund er hagkvæmust og hver er heildarkostnaður er við lántökuna!

Fjárhagskerfi heimilisins er einfaldur og skemmtilegur hugbúnaður sem leiðbeinir þér að ná sem mestu út úr peningunum – greiða hratt niður skuldir, byggja upp sparnað og eignir og hjálpa þér við að hafa gaman af því að nota peningana. Peningar eiga ekki að vera íþyngjandi og valda áhyggjum eða óhamingju, þeir eru ekki þess virði. Satt best að segja eru peningar einskis virði fyrr en þeir lenda í höndunum á okkur og þá er það undir okkur komið hvað verður úr þeim. Með því að nota Fjárhagskerfi heimilisins kemst þú þangað sem þú ætlar þér.

Lesa meira um hugmyndina að baki Eplum & appelsínum

Gerast áskrifandi að Eplum & appelsínum

Fjármál heimilanna kt: 600603 - 2210     |    Fellsmúla 15    |    108 Reykjavík    |    sími: 587 2580    |    fax: 578 2580    |    spara@spara.is